Ekki þurfi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu ef nýjir samningar takast ?

Er haft efti Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins sem og Guðbjarti Hannessyni þingmanni Samspillingar.

Svona framkoma er ekkert annað en óvirðing, hroki sem og yfirgangur yfir almenningi - gleymið nú ekki þeim rúmum 60 þúsund sem skrifuðu undir að kosið yrðu um þetta Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu Já eða Nei

 Moggi 090705 Saga Icesave

 

 Ég hvet ykkur eindregið til að vinna með þjóðinni "allri"


mbl.is Vill kjósa um Icesave þótt nýr samningur verði gerður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er hægt að vera sammála þeim ef nýir samningar ganga ekki út á ábyrgð almennings.  Að Bretar og Hollendingar taki áhættuna af því hvort 100% heimturnar hennar Jóhönnu skili sér í þrotabú Landsbankans.

Hugmyndir um að menn kjósi á milli samninga þar sem gert er ráð fyrir ábyrgð almennings er hins vegar líkt og að fá að velja um hvort maður verði hengdur eða skotinn.

Magnús Sigurðsson, 10.2.2010 kl. 10:52

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Finnst þér ekki rétt að við kjósum þrátt fyrir nýja stöðu á alþingi hún hefði aldrei komið til nema vegna synjunar forsetans!

Jón Snæbjörnsson, 10.2.2010 kl. 13:49

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bíð róleg, við fáum aldrei að ráða neinu, þeir reyna allt til að forða því.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2010 kl. 13:57

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það gerir mann órólegann Ásdís

verst að geta ekki treyst þessu fólki betur en þetta

Jón Snæbjörnsson, 10.2.2010 kl. 14:17

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jón, ef stjórnmálamenn hafa vit á að ábyrgjast ekki endurheimtir gjaldþrota einkabanka fyrir okkar hönd þurfum við ekki að kjósa, nema þá um það hvort við eigum að fara í mál við Breta vegna þess tjóns sem þeir hafa valdið Íslandi.

Ég tel að við eigum að kjósa um málið eins og það er, til að fá tækifæri til að fella icesave lögin.  Stjórnmálamenn hafa ekkert umboð til nýrra samninga fyrr en eftir kosningar, nema þá til að núllstilla þann óskapnað að ætla almenningi á Íslandi að ábyrgast icesave.

Ég held að Ásdís sé með þetta, þeir ætla ekki að leyfa okkur að kjósa, nema þá um annað en já við ábyrgð á skuldum einkaaðila.  Út á það finnst mér tillagan hans Sigmundar ganga.

Magnús Sigurðsson, 10.2.2010 kl. 16:47

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er einmitt það sem ég er að blogga um núna Jón, ég held að Steingrímur og Jóhanna séu að vinna að því að "blása" þjóðaratkvæðagreiðsluna af.

Jóhann Elíasson, 10.2.2010 kl. 21:15

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála ykkur öllum

Jón Snæbjörnsson, 10.2.2010 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband