Meirihluti þjóðarinnar ræður, þannig er lýðræðið

og því eigum við að fá að koma nær þessu máli sem við og gerum nú

við hefðum fyrir löngu átt að virða lýðræðið þá værum við ekki í þeirri stöðu þar sem við erum nú

gott mál fyrir alla íslendinga þó seint sé


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agla

Ég er úr Vesturbænum og stolt af því.

Mér hefur alltaf fundist notalegt að vita að Þingmennirnir og Stjórnin taki allar þessar stóru ákvarðanir. Svona í ætt við að velja sér heimilislækni.

Þetta Icesave, Iceslave, Ísbjargarmál er einfaldlega ofar mínum skilningi en nú gæti verið að ég ætti að KJÓSA um það. Flestir af kunningjunum skrifuðu sig á listann en enginn þeirra sagði mér hvað gæti gerst EF forsetinn skyldi gefa boltann frá sér, sem er jú akkúrat það sem hann gerði.

Hvað gerist nú? Mér skilst að lögin haldi gildi þangað til þjóðarkosning felli þau (eða þau verði dregin til baka). Ef þjóðarkosningin fellir lögin sem Alþingi samþykkti á Gamlársdag, hvað gerist þá?

Agla, 5.1.2010 kl. 13:01

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sæl Vesturbæingur, við flest skiljum þetta ekki til hlýtar og það langt í frá - ég hef verið á móti frá upphafi að gangast í ábyrgðir fyrir hlutum sem ég

1. Stofnaði ekki til

2. veit ekki fyrir hvað standa

3. veit ekki hversu miklar eru

"á ég að tapa öllu mínu" en samt að standa í skilum fyrir aðra ?

ég veit ekki hvað gerist þegar og ef þetta verður fellt - ég vil þó trúa því að allt þetta Icesave fari fyrir þar til gerðan dómstól sem kveði upp úrskurð í þessu máli - eitt er svo að vera dæmdur til að borga "þetta" hitt er svo hvort við getum borgað þetta ICESAVE ef fer á versta veg.

Jón Snæbjörnsson, 5.1.2010 kl. 13:54

3 Smámynd: Agla

Ég skil þig svo vel. Hvort ég skil þig ekki.

Ég held að þetta Icesavebull falli undir "þjóðarbúskapinn" sem við erum öll partur af.Við kusum jú þetta fólk til að ráða ráðum okkar.

Ég veit ekki um nokkurn dómstól sem gæti gefið okkur aflausn í sambandi við Icesave skuldirnar sem við höfum viðurkennt með samningunum sem ríkisstjórnin skrifaði undir og fékk samþykki Alþingis fyrir, í tvígang

.Kannski þurfa Hollendingar og Bretar ekki á neinum dómsúrskurði að halda til að fá sitt fram.Kannski geta þeir einfaldlega útskúfað okkur úr samfélagi vestrænna þjóða.

Kær kveðja

Agla, 5.1.2010 kl. 16:47

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

við höfum áður barist við erlendar þjóðir og þá í útfærslu landhelgi íslendinga - persónulega finnst mér þetta ekki mikið öðruvísi - nema þá að nú eru þetta peningar sem svo mörgu virðast ráða - ég legg allann þunga minn í að huga að þeim sem minna meiga sín hér heima og að framtíð barna minna sé og verði öruggari en nú er á þessari stundu

réttlætið mun sigra fljótt

Jón Snæbjörnsson, 5.1.2010 kl. 16:56

5 Smámynd: Agla

Þorskastríðið var annars eðlis en Icesavedeilan. Nú eru það beinharðir peningar "sem svo mörgu virðast ráða" eins og þú segir. Peningar komu líka inn í þorskastríðið, eins og Auatin Reed, þáverandi þingmaður Breska Labour Party veit manna best, en á Íslandi er sagan önnur.

Icesave er milliríkjamál sem verður aðeins leyst með samningum milli viðkomandi aðila. Það skiptir þá sem semja fyrir okkar hönd um Icesave málið, a' þbí er virðist, litlu hvaða áhrif hugsanlegur samningur gæti haft á mig eða þig eða börn okkar og barnabörn.

Ég er ekki bjartsýn á að réttlætið mundi sigra fljótt.

Agla, 5.1.2010 kl. 19:41

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Veistu Agla, eins og þú þá stendur mér ekki á sama og hef áhyggjur en ef við förum vel með þá er ég viss um að við stöndum styrkari fótum nú en í gær - það verða eflaust breitingar og ég vona að þá verði þær fyrst í stjórnsýslunni sem og að jöfnuður náist meðal lífeyrissjóða td opinberra strafsmanna sem og annarra launþegasamtaka - kanski einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn

nú liggja spilin hjá okkur

Jón Snæbjörnsson, 6.1.2010 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband