Upphefjum þessa atvinnugrein á ný

Aukum veiðar samstíga fullvinnslu í landi með innlendu vinnuafli einvörðungu - útflutningur á óunnu sjávarfangi verði skattlagður sérstaklega


mbl.is 19 sagt upp hjá Mílu ehf.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er sammála þér í að við eigum að stórauka fiskveiðar og setja verður aftur á álag á útflutningi á óunnum ferskum fiski.  Þetta var alltaf 15% sem reiknaðist sem hækkun á kvóta þeirra tegunda, sem send voru út.  Þetta virkaði þannig að sá sem sendi fisk á markað erlendis varð að fórna 15% meiri kvóta en ef fiskurinn hefði farið til vinnslu hér á landi.  En þetta álag afnam Einar K. Guðfinnsson þegar hann var sjávarútvegsráðherra vegna kröfu frá Vestmannaeyjum.  Enda var farið í kringum þetta með því að hafa aðeins meira magn í gámunum en upp var gefið.  Í staðinn var ákveðið að áður en leyft yrði að flytja út ferskan fisk var sett það skilyrði að bjóða fiskinn til sölu á fiskmörkuðum hér á landi.  En þetta hefur ekki virkað því hver sá sem ætlar að flytja út óunnin fisk býður hann til sölu á fiskmörkuðum hér á landi, en getur sett lámarksverð, sem eru mjög há og stundum hærri en fæst fyrir fiskinn erlendis.  Það eina sem getur breytt þessu er að setja í lög að allur afli á Íslandsmiðum skuli seldur á íslenskum fiskmörkuðum.  Erlendir aðilar geta þá boðið í fiskinn hér á landi, ef þeir treysta sér til þess og verða þá að bera allan kostnað við að koma fiskinum úr landi.

Hvað varðar fullvinnslu afurða er það að segja að ef fiskurinn er unnin og pakkaður og tilbúinn í verslanir erlendis.  Þá rekum við okkur á tollamúra, sem gerir þetta óhagstætt þangað til við göngum í ESB. Þetta er aðalástæða þess að stóru sölusamtökin hafa verið með svona verksmiðjur erlendis.

Jakob Falur Kristinsson, 12.10.2009 kl. 10:53

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

takk fyrir þetta Jakob -

Jón Snæbjörnsson, 12.10.2009 kl. 12:49

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nú er ég ekki sérfræðingur eins og þið félagar en hjartanlega er ég sammál ykkur.

Finnur Bárðarson, 12.10.2009 kl. 15:48

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er bæði þörf og áhættunnar virði að auka veiðar eitthvað.

Endalaus niðurskurður aflaheimilda í tuttugu ár að ráði Havró hafa hreint ekki skilað þeim árangri sem vænst var og því ljóst að einhver gloppa er í þeirra fræðum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.10.2009 kl. 13:38

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Axel, en því aukum við ekki fullvinnsluna ? gef ekkert fyrir svar eins og "það vill ekki nokkur maður vinna við þetta"

Jón Snæbjörnsson, 13.10.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband