Það eru grunngildi samfélagsins sem þarf að breyta til að ná úrbótum

Mjög svo átakanleg færsla sem ég rakst á............

**********

Hérlendis er alinn upp í okkur skömm yfir fátækt. Ég er sjálfur blankur, skuldugur en samt stoltur af sjálfsbjargarviðleitni minni og tala mikið um þau úrræði sem ég nýti mér til að metta mig og hafa á mig, en iðulega þegar maður talar um slíka hluti er maður stimplaður óreglumaður og litið niður til manns.

Einnig hef ég reynt að fá fólk í sem er í slæmum aðstæðum að skrifa eða blogga um reynslu sína, en það þorir enginn að gera slíkt undir nafni. Svo djúpt ristir hið uppalda stolt og óttinn við óreglustimpilinn.

Það er meira að segja litið niður á fólk sem notar strætó sem ferðamáta, þó því ætti náttúrulega að vera öfugt farið. Strætó er margfalt vistvænna en þeir þúsundir bíla sem bruna um alla borg með bílstjóranum einum innanborðs, og er þetta gott dæmi um náttúruhatur Íslendinga og óábyrgð okkar gagnvart umheiminum.

Það eru grunngildi samfélagsins sem þarf að breyta til að ná úrbótum hérlendis ef gott á að heita.

**** 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2009 kl. 13:26

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta fólk bíður ekki eftir því að vextri lækki - því vantar aðstoð eða lausnir strax

Jón Snæbjörnsson, 30.9.2009 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband