Eittþúsundogfimmhundruðmilljónir = rekstur sendiráðs Íslands í Japan

Hlutverkið má vera mikils virði til að réttlæta svona kostnað og það fyrir "örríki" eins og Ísland - einhver hlýtur flottræfilshátturinn að vera hjá fáum.

"Engu að síður þarf utanríkisráðuneytið, í ljósi efnahagsástandsins, að skera rekstrarútgjöld verulega niður og hagræða eins og kostur er,“ segir Urður en m.a. hefur sendiskrifstofum verði fækkað".

Fjárframlög til Utanríkisráðuneytisins síðustu ár eru þessi:

  • 2007 - 7,5 milljarðar
  • 2008 - 8,9 milljarðar
  • 2009 - 11,4 milljarðar

Utanríkisráðuneytið gæti ósköp vel látið sendiráðsstarfsmenn nota svo sem eina af þessum 1.500 milljónum til að skrifa greinargerð um starfið, að minnsta kosti væri fróðlegt að vita hversu mikið hefur farið í risnu og veisluhöld.

Var þetta ekki eitt af því sem átti að skera niður til að verja grunnþarfir fólksins í landinu ?


mbl.is Sendiráð upp á 1,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mæltu manna heilastur. Valsa um í Armani fötum og gúffa í sig Sushi og smakka vín er grunnþörf fyrir fáa útvalda.

Finnur Bárðarson, 23.9.2009 kl. 16:43

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta er með ólíkindum hvað hægt er að eyða í ekki neitt

Jón Snæbjörnsson, 23.9.2009 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband