Fastaeignafélag krefur Seltjarnarnesbæ um milljarð

Fasteignafélagið Þyrping hefur stefnt Seltjarnarnesbæ og krefst ógildingar á kaupsamningum sem félagið gerði við bæinn. Krafa Þyrpingar hljóðar upp á rúman milljarð króna.

Málið á rætur sínar að rekja til samnings sem Fasteignafélagið Þyrping gerði við Seltjarnarnesbæ árið 2006 um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis út á Gróttu. Eftir að hafa gert samninginn hóf Þyrping að kaupa upp land og fasteignir á svæðinu. Þyrping keypti meðal annars byggingarland og tvær fasteignir af Seltjarnarnesbæ fyrir alls um 635 milljónir króna.

Ég svo sem var ekki sáttur við að einn aðili fengi keypt svona stórt svæði á litlu svæði og einangrað þannig íbúa Seltjarnarness algjörlega fyrir sýnum hagsmunum - bæjarstjóri fór að mér fannst of frjálst með einn af fáu byggingarreitum á vestur-svæðinu til eins aðila - ég vona bara að hann standist þá hríð sem hinir sömu gera nú að honum eða réttarasagt íbúum Seltjarnarness 

Telja menn að í krafti auðsins sé hægt að hafa bæði tögl og haldir á heilu bæjarfélagi ?

http://visir.is/article/20090429/FRETTIR01/572220919

Ekki eru allar ferðir til fjár hvorki þá né nú


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband