Vill maðurinn 3 sætið - því ekki það áttunda eða níunda ?

Jón Gunnarsson alþingismaður hefur ákveðið að sækjast eftir stuðningi í 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur - ég bara minnist ekki að hafa heyrt nema einusinni frá þessum manni síðan hann var kosinn á þing og það var svo lítilfjörlegt að man ekki hvað það var- ég hef talið að þeir sem eru kosnir til þessara starfa eru kosnir sökum þess að þeir hafi lofað að reyna að koma einhverju til leiðar (góðu vonandi) ekki bara að þegja og gera sem þeim er sagt.

Eg get ekki stutt Jón til kjörs í þriðja sæti fyrir Suðvesturkjördæmi


mbl.is Jón sækist eftir 3. sæti hjá Sjálfstæðisflokki í SV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

ég skemmti mér vel yfir fyrirsögninni :)

Kveðja

Finnur Bárðarson, 27.2.2009 kl. 16:03

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þessu eru nú þannig fari í Sjálfstæðisflokknum að frambjóðendum eru úthlutuð sæti - svona vinnubrögð ganga ekki í almenning - það hefði þess vegna mátt sleppa þessari frétt- nema þá fyrir lúkkið

Jón Snæbjörnsson, 27.2.2009 kl. 16:11

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Alþingismenn verða að njóta sannmælis eins og aðrir. Jón Gunnarsson hefur verið áberandi sem þingmaður. Hann hefur annan bakgrunn, en meginþorri þingmanna, og það styrkir hann. Hann hefur lagt til að svokallað loftrýmiseftirlit verði aflagt, en aðrar varnir okkar auknar. Hann hefur beitt sér í hvalamálum. Hann hefur beitt sér í stóriðjumálum. Við getum verið honum sammála eða ósammála, en sem  þingmaður hefur hann komið mjög öflugur á sínu fyrsta þingi. Mér sýnist að í þeim flokkum sem prófkjör eru ástunduð, setji menn fram ákveðið sæti til þess að segja kjósendum á hvaða sæti er stefnt. Ég sé alveg fyrir mér að í framtíðinni verði blanda af listakjöri og persónukjöri.

Sigurður Þorsteinsson, 27.2.2009 kl. 17:00

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sigurður, hver þarf á vindstyrk akkúra núna

Jón Snæbjörnsson, 27.2.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband