Ég treysti Bjarna til að lyfta okkur upp úr öldudalnum

Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns á komandi landsfundi flokksins. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins.

 Ákaflega vel gerður þessi "drengur"


mbl.is Bjarni staðfestir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Honum er álíka treystandi, og mink í hænsnabúi.

hilmar jónsson, 31.1.2009 kl. 19:32

2 identicon

Þessi maður er bara enn einn fjölskyldumeðlimurinn í valdaleik "sérvalina" ætta. Fólk sem hefur alltaf talið sig yfir aðra hafið. Það er alveg sama hver stýrir Sjálfstæðisflokknum. Það er bara ein stefnuskrá sem þeir fylgja leint og ljóst. Að einka-vina-væða öll okkar auðæfi og eignast landið með húð og hár.

Ef Ísland á einhverntímann að eiga séns þá þarf að halda þessu sýkta Illfygli frá völdum og peningum okkar allra. Nóg hafa þeir gert af sér fyrir.

Best væri að setja þetta lið allt í fangelsi fyrir hvað þeir hafa gert almúganum. Skammist ykkar.

Már. (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 20:08

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í fljótu bragði sé ég ekki ástæðu til að gera athugasemdir við athugasemdir 1 og 2.

Samþykki þær án athugasemda.

Árni Gunnarsson, 31.1.2009 kl. 20:25

4 Smámynd: DG

Toppnáungi Þó að hann sé af engeyarætt þá er það ekki málið heldur hvernig hann er gerður og Hvaða mann hann hefur að geyma Og ég treysti honum til að leiða okkur út úr þessum vanda sem  við erum í. Og vel á minnst það var verið að sleppa minkunum í hænsnabúið

DG, 1.2.2009 kl. 00:09

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er gott að traust skuli enn vera til

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.2.2009 kl. 09:53

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Mig langar, þó þetta séu ekki málefnalegar athugasemdir, að tjá mig um Bjarna. Ég ber mikla virðingu fyrir hans menntun og eflaust er þetta ágætis maður en ég varð alveg kjaftstopp í beinni útsendingu í sjónvarpinu í síðustu kosningum þegar hann talaði um að Sjálfstæðisflokkurinn væri bara venjulegur miðjuflokkur. Nú hefur flokkurinn keyrt þjóðfélagið útaf eins langt til hægri og hægt er að komast í allri sinni frjálshyggju. Annað hvort er Bjarni of bláeygður og fávís um "vinstri" málefni eða hann er alger hræsnari. Má ég frekar vekja athygli á Illuga Gunnarssyni sem er að mínu áliti langvænlegasti leiðtogi Sjálfstæðismanna með báða fætur á jörðinni og mikill landsbyggðarmaður. Ég myndi styðja hann ef ég væri í þeim flokki. Skora hér með á hann að gefa kost á sér í formanninn.  

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.2.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband