hneiksli fyrir Akranes !

Það er auðvitað hneiksli að Akranes hafi ekki hugað betur að varðveislu skipsins

Bær sem hefur góðan rekstur og ríka innviði ! - Allt upp á ríkið ! - er alltof ríkjandi hugsun - Þegar ríkið sjalft er áhugalaust vegna vanþekkingu á gildi fiskveiðisögu okkar !

 

hér er merkisgripur í sögu útgerðar á Seltjarnarnesi, skipsbjalla líklega af fyrsta þilfarsskipi í eigu útgerðarmanns á Seltjarnarnesi og gert út að ég best veit héðan um tíma !
1885: 85.1 tonna kútter var byggður í skipasmíðastöð John Wray & Sons í bænum Burton-on-Stather á Englandi. Skipinu var gefið nafnið Bacchante, og var gert út á togveiðar frá bænum Hull næstu 12 árin.1897: Jón Jónsson skipstjóri og útgerðarmaður í Melshúsum á Seltjarnarnesi fór til Hull til kaupa á kútterum. Hinn 16. júlí gekk hann frá kaupum á Bacchante af skútueigandanum George William Cook og greiddi 325 sterlingspund fyrir skipið.
Kútter Sigurfari

 

0F470BAF-392F-4369-A48F-1E9404FF5A57


mbl.is Vill leyfi til að farga Sigurfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Það hlýtur að vera til einhver leið til að varðveita þennan merka bát. Ætli væri nokkuð hægt að fá liðveislu frá Þjóðminjasafninu við það eða jafnvel fá safninu þennan bát til eignar? Fólkið á Þjóðminjasafninu hlýtur a.m.k. að geta sagt nánar til um það, hvort ástand bátsins sé með þeim hætti, sem skýrt er frá, og hvort það sé engin leið til að bjarga honum. Hins vegar er það svo, að þessi bátur er ekki sá eini, sem lítið er hugsað um. Það er margt fleira, sem svo er ástatt um, og enginn áhugi virðist vera á að varðveita, jafnvel á söfnunum sjálfum.Það er leitt til þess að vita, og að ekki skuli vera hægt að bjarga slíkum gersemum vegna peningaskorts jafnvel, eins og víða er. Því miður.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2019 kl. 17:02

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er nett fjárkúgun af hendi kaupstaðarins. Báturinn er ekki fyrir neinum þar sem hann stendur og ekkert áríðandi tilefni til förgunnar.

Bærinn klúðraði þessu verkefni á sínum tíma og lét bátinn eyðileggjast á meðan þráttað var um hvort ætti að laga hann eða byggja eftirmynd.

Nú vilja þeir koma eigin klúðri yfir á annarra hendur með lítið dulbúnum hótunum. Það kaupir enginn þennan bát því hann er ónýtur eftir þá og því geta þeir séð sóma sinn í að fara í smíði eftirmyndar. Þeir fengju fullt af styrkjum í þetta héðan og að utan, svo of mikill kostnaður ætti ekki að vera nein afsökun.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2019 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband