því setur ekki alþingi lög á þessa starfsemi ....

Stjórn Jóhönnu sýndi engin viðbrögð - og allir fjármálaráðherrar síðan ekki heldur.

Engin Pírati eða Samf. eða VG hafa sýnt málinu áhuga - Frjálsa samkeppni má ekki hindra ef einhver getur fitnað á kostnað þeirra aumustu!


mbl.is Erfiðara að ná til smálánafyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það voru sett lög sem gilda um þessa sem og aðra lánastarfsemi sem tóku gildi 1. nóvember 2013.

33/2013: Lög um neytendalán | Lög | Alþingi

Í þeim var sérstaklega lagt bann við þeim ógnarháa kostnaði sem umrædd fyrirtæki leggja á lánin. Þau kusu að virða það að vettugi og sýndu af sér einbeittan vilja til að sniðganga lögin. Þess vegna var, einmitt á grundvelli þessara laga, gripið til aðgerða gegn þeim með stjórnvaldsákvörðunum. Fyrirtækin virtu þau líka að vettugi og þegar uppsafnaðar sektir urðu nógu háar var krafist gjaldþrotaskipta. Þá var þessum fyrirtækjum lokað, sem hefði ekki verið hægt nema á grundvelli einmitt þessara laga.

Þá spratt fram annað fyrirtæki frá Tékklandi sem virðist hafa keypt vörumerki íslensku fyrirtækjanna og starfrækir nú sambærilega starfsemi undir merkjum þeirra frá Danmörku, a.m.k. að nafninu til, þó augljóst sé að markaðssetningin beinist að Íslendingum. Það fyrirtæki segist starfa eftir dönskum lögum en í þeim eru engin takmörk lögð við því hversu háan kostnað má leggja á lán. Með því bætist við flækjustigið að leysa úr því hvort íslensk stjórnvöld hafi lögsögu yfir starfseminni eða þau dönsku.

Eins og ég hef vonandi útskýrt þá skortir ekki lögin sem þú kallar eftir, en málið er bara ekki svo einfalt og engin lög hversu góð sem þau eru, framfylgja sér sjálf, sérstaklega ekki gegn einhverjum sem hefur ekki í hyggju að fara eftir þeim hvort sem er.

Úr þessu og fleiru er verið að vinna í opinberum starfshópi sem mun skila skýrslu með tillögum til ráðherra neytendamála í febrúar, en ég er einmitt í þeim starfshópi svo það sé tekið fram.

Þessu tengt, varðandi þá fullyrðingu þína að "Engin Pírati eða Samf. eða VG hafa sýnt málinu áhuga", vil ég benda þér á nokkrar staðreyndir:

Frumvarp til laganna um neytendalán sem bönnuðu smálánastarfsemi var flutt af þingmönnum bæði Samfylkingar og VG áður en þau urðu að lögum og lagt til af fulltrúum beggja þessara flokka í efnahags- og viðskiptanefnd að þau lög yrðu samþykkt.

Í fyrra var það þingmaður VG sem fór fram á þá sérstöku umræðu á Alþingi um smálán sem sérstaklega er vísað til í skipunarbréfi starfshópsins sem áður var nefndur.

Meðal þáttakenda í þeirri umræðu var Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírati, en hann kvað fast að orði og kallaði þessa starfsemi "óværu".

Og hvað veistu nema einhver af þeim fulltrúum sem sitja í fyrrnefndum starfshópi ráðherra, sé jafnvel Pírati?

Af þessu öllu er augljóst að fullyrðing þín er röng.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.1.2019 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband