að smána lýðræðið !

Eg er nú sammála Brynjari Nielssyni að þetta er svona „vinsælda-mál“ fyrir þá yngstu!

Þetta er bara heimskulegt í meira lagi! – Kosningaréttur til barna!

Unglingar sem hafa mjög ómótaðar skoðanir á sveitastjórnarmálum – eru á framfæriforeldar sinna til 18 ára aldurs! – Geta þeir fengið ökuskírteini fyrr en 17 ára?

Geta ekki fengið afgreiðslu í Ríkinu – Eru ekki lögráða !

Hvað í ósköpunum kemur þetta lýðskrumsfrumvarp – sem ætlar að renna í gegnum þingið án teljandi umræðu! – Og ef 16 ára eiga að hafa kjörgengi – geta þeir þá ekki sest í sveitarstjórnir? – eða á bara að smala þeim á kjörstað til að kjósa vinsælasta fótboltagaurinn!

Þessi tillaga er Alþingi til minnkunar! – og smánar lýðræði!

 


mbl.is Tekist á um kosningaaldur á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

 

Búið er að gera sautján ára Íslendinga að börnum í skilningi laganna.

Þeir þurfa þó að greiða skatta af tekjum sínum, vinna fjölmargir með skóla og búnir að eignast til að mynda bíl, eins og undirritaður á sínum tíma.

Þegar ég var sautján ára gamall var ég nemandi í Menntaskólanum á Akureyri en jafnframt sjómaður á báti frá Grindavík og mætti einungis í skólann til að taka próf.

En auðvitað átti ég ekki að hafa kosningarétt.

Þorsteinn Briem, 23.3.2018 kl. 17:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan áhuga á lýðræði nema þegar það hentar flokknum, lofar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu en stendur ekki við það og tekur ekki mark á þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána.

Þorsteinn Briem, 23.3.2018 kl. 17:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 23.3.2018 kl. 18:01

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er heimskulegt að samræma ekki allt; réttindi og skyldur.  Foreldrar bera td ábyrgð á börnum að átján ára aldri, fá með þeim barnabætur og greiða meðlag, fá öll erindi sem varða "barnið" og þurfa eflaust að fylgja því í kjörklefann líka.  Einsamalt fer barnið amk ekki á kjörstað áður en löglegum útivistartíma þess lýkur...

Kolbrún Hilmars, 23.3.2018 kl. 18:53

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvenær er einstaklingur lögráða og ábyrgur þegn á Íslandi?

 Sammála Kolbrúnu að þetta á allt að bera að sama brunni.

 Þegar þú getur kosið, tekið lán með veði í einhverju sem þú átt og verið sjálfráður gerða þinna, ertu sennilega talinn fullgildur þegn í samfélaginu og átt rétt á því að kjósa. Ekki það að börn séu ekki fullgildir meðlimir samfélagsins, því það eru þau svo sannarlega!

 Meðan þú ert barn, framfært af foreldrum þínum, ertu barn. Ekki flókið.

 Það mætti alveg eins lækka þennan kosningaaldur niður í fimm ára, ef fara ætti eftir þessu rugli, sem málstaðsgeldir einsmálsflokkameðlimir , ömurlegra fílupúkaframboða leggja nú til í umræðunni, rétt fyrir kosningar. 

 Ekki orð um glatað vegakerfi, heilbrigðisþjónustu eða annað, sem brýnast brennur á landslýð.

 Gólftuskur hugsa skýrar en þessir amlóðar, svei mér þá. Þvílík andskotans dusilmenni. Þjóðfélagsmein, sem vonandi þurrkast út sem fyrst.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 24.3.2018 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband