Fari búvörusamningar i gegn muni D hljóta afhroð i komandi kosningum ?

Þjóðin finnur ekki lengur fyrir skildleika við sveitina – nú er 3ja eða 4. kynslóð ráðandi í landinu, sem finnst að bændur séu kröfuharðar afætur á kerfinu.

Kröfur um framleiðslustyrki án þess að markaður sé fyrir hendi – útflutningur
landbúnaðvara styrktur á kostnað neytenda –Skattar á innflutt matvæli að kröfu bænda kosta neytendur.

Kröfur um eign á afréttum, kröfur um hlutdeild í vatnsréttindum,
Hlunnindatekjur vantaldar til skatts og barist gegn endurmati á þeim. KRÖFUR – KRÖFUR -

Almennir borgarar hafa enga samúð með þessari forréttindastétt – sem ein stétta þarf ekki að hagræða hjá sér.

Að ætla að samþykkja búvörusamninga einsog þeir eru – skipar D bara í hóp þeirra sem verja afturhald og mega enga breitingu sjá sem kemur neytendum til góða.

Þjóðin er ung – afar og ömmur eru borgarbörn – tengsl við sveitina löngu brostin.

Samþykkt Búvörusamninga, án verulegra breitinga í þágu neytenda – stimplar D sem kerfisflokk, blindan á framtíðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Landbúnaður er með styrki í öllum löndum Evrópu.

 Þessir styrkir eru veittir bændum sem fá ekki mánaðarlaun heldur árstíðabundin laun eftir afurðum,

 auk þess eru vörur þeirra langt undir kostnaðarverði- en afurðasölur hirða hagnað af vinnu þeirra og háum kostaði.

 Ekki er kannski rett að fá þessar afurðir frá löndum sem fá jaffnvel hærri styrki- eða hvað mikinnn útlátur bíla/flugvela kostar það andrúmsloft okkar að hringla óþekktum afurðum landa á milli ? utan dauðsfalla vegna syktrar vöru ??

Erla Magna Alexandersdóttir, 24.7.2016 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband