.. hagfræði ?

... allir sem fengið hafa tíu í hagfræði en einkunnina 0 á almennum vinnumarkaði ættu þeir einir að hafa möguleika á að verma stól seðlabankstjóra eða sitja í stjónum á hans vegum ...

Stefán er langt í frá verri kostur en margur hagfræðíngurinn eða excelguttinn eða excelpían ..

 

við munum hvernig og hvert "þið" leidduð okkur inn í "hrunið" !


mbl.is Skipan Stefáns „stórfurðuleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll jón

þetta er einhver útbreiddur misskilningur að hagfræðingar hafi eitthvað leitt einhvern í fjármálahrunið 2008. Það er bara ekki rétt og mikilvægt að halda því til haga, niðurstaðan 2008 var út af áralangri misstjórnun svokallaðra "útrásarvíkinga" sem töldu sig einn góðan veðurdag vera "bankamenn" og jafnvel betri en flestir bankamenn í heiminum. Hagfræðingar voru ekki í þeirri veislu, yfirleitt hafa þeir verið fjársveltir upp í háskólum að sinna kennslu og rannsóknir og oftar en ekki varað við oflætinu og brjálæðinu við dræmar undirtektir eins og svo oft í okkar samfélagi þegar fólkið heldur með "rokkstjörnum" sínum, en svona mér fannst þetta nauðsynlegt til að menn fari ekki að stinga hagfræðinga eina ferðina enn að ósekju

gunnar (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 09:47

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Jón .Í fyrsta lagi er Stefán ekki að sækja um heldur á hann að meta umsækjendur. En til þess að meta umsækjendur verða menn að hafa kunnáttu til þess. Ef við ætlum að innleiða meiri fagmennsku í stjórnun landsins verður sú fagmennska líka að vera í ráðningarnefndum. Mér finnst það ansi ódýrt að segja að algjörlega kunnáttulaus einstaklingur sé hæfari en sá sem hefur skólað sig í fræðunum og hefur góða reynslu af sambærilegum störfum. Þessa tvo hluti verður að meta saman og þá líka af kunnáttumönnum. Hver olli hruninu finnst mér satt að segja óþarfi að ræða í dag. Þetta er búið og gert. Aðalatriðið er að draga lærdóm af hlutunum og lofa að gera þetta aldrei aftur.

Jósef Smári Ásmundsson, 8.7.2014 kl. 11:41

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

... í augnablikinu man ég eftir einum "hagfræðíng" sem aftur og aftur sem varaði við í hvað stefndi ... fékk lítin hljómgrunn og ma hinna sem unnu "þétt" við hlið þessa svokölluðu útrásarvikinga, laun koma jú einhvarstðar frá !

Jósef. nei gerði mér grein fyrir því að Stefán er ekki að sækja um að fá að verma "stólinn" er þó ansi nálægt honum eða þeim sem í hann fer !

Ég tel samt mjög eðlilegt að "formenn" eins og Seðlabanka Íslands kunni allavegana fánahnútinn, flagga þjóðfánanum, taka niður þjóðfánann og brjóta saman rétt ... og gera sér grein fyrir því að hlutirnir gerast ekki á blaðinu einu saman það er fullt af vinnuafli sem kemur að öllu áður en verðmæti verða til.

Jón Snæbjörnsson, 8.7.2014 kl. 19:35

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

gunnar .. það er ekki meining mín að "stinga" neinn .. en ég svona venjulegur "jón" horfði upp á flestalla sérfræðingana og skildi bara ekki afhverju þeir sáu ekki í hvað stefndi eins og margur almúginn sá en höfðu enngin ráð né tæki til að koma sínu áfram !

Jón Snæbjörnsson, 8.7.2014 kl. 19:51

5 identicon

Sérfræðingarnir sáu í hvað stefndi eins og margur almúginn. Þeir, af veikum mætti, reyndu að vara við. En innlendir voru varla virtir viðlits af fjölmiðlum,  faglegur trúverðugleiki dreginn í efa og erlendir sakaðir um fáfræði og öfund og þeim ráðlagt að fara í endurmenntun. Íslenska efnahagsundrið sem pólitíkusunum var svo annt um mátti ekki gagnrýna. Gagnrýni var talin jaðra við landráð. Efnahagsstjórnin var í höndum pólitíkusanna og leppa þeirra sem vissu betur en einhverjir langskólagengnir laumukommar og bölsýnismenn.

Ufsi (IP-tala skráð) 9.7.2014 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband