Nær væri að halda utan um það sem við þekkjum og höfum verið að gera ágætlega...

Hef alveg frá upphafi verið á móti þessari framkvæmd.  Engar sérstakar efasemdir einfaldlega á móti!  Lítil en öflug þjóð en það er alltaf eins og við séum margmilljóna þjóð með einbeitt óraunsæið.

Staðsetningin ein og sér er einnig furðuleg.

Örugglega þarf einhvern tímann að byggja nýjan spítala, en aðeins "rugludallar" boða tugmilljarða króna framkvæmd og það á sama tíma og heilbrigðiskerfið riðar til falls vegna niðurskurðar.

Líkan af nýjum Landspítala

Eru rökin um að hagræðing borgi upp kostnað reiknuð út af sömu mönnum og þeim sem reiknuðu það út að tekjur Hörpu myndi standa undir rekstri og kostnaði við byggingu tónlistarhússins ?

Kostnaður við heilbrigðisþjónustu mun ætíð fara eftir þeim þörfum sem við skilgreinum að við ætlum að sinna.  Ekki eftir því hvaða byggingum við ætlum að sinna þeim í.  


mbl.is Efasemdir um spítalann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Heyr, heyr, ég er búinn að tala lengi gegn þessu Hörpuævintýri, botna bara ekkert í þessu bulli, mér skilst að sinfónían hafi verið rekin með tapi alla tíð ??  Eigum við ekki að senda þessum snillingum sem reiknuðu þetta allt út í plús nótuna  ??

Erum við ekki með einn hæsta meðalaldur karla og kvenna í heimi og minnstan ungbarnadauða ?? 

Nei, þá skulum við byggja eitt monumentið í viðbót svo skattprósentan fari nú örugglega í 65% !!

Út með þessa lygara í ríkisstjórn og almennilegt fólk í staðinn - strax !!

Sigurður Sigurðsson, 25.5.2010 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband