Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Bara sjáfsagt mál

Ekkert að því að borga þessu ágæta fólki mannsæmandi laun - þetta er vissulega nokkuð hátt miðað við venjulegan launamann
mbl.is 1.950 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klárir í bátana ?

verður þetta ekki í lagi  - þekki hann ekki,  held mér lítist bara vel á þennann mann
mbl.is Nýr bankastjóri Nýja Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hluthafar útrásarinnar

Maður í loftbelg sá að hann var að missa hæð. Hann tók eftir konu ájörðinni, lækkaði flugið aðeins meira og kallaði til hennar: Afsakið,geturðu hjálpað mér? Ég lofaði að hitta vin minn fyrir klukkutíma, enveit ekki hvar ég er. Konan svaraði: Þú ert í loftbelg sem svífur í 10 metra hæð, milli 40.og 41. norðlægrar breiddargráðu og milli 59. og 60. vestlægrarlengdargráðu. Þú hlýtur að vinna við tölvur, sagði loftbelgsmaðurinn.Það geri ég, svaraði konan. Hvernig vissirðu það ?Nú, svaraði maðurinn, allt sem þú sagðir mér er tæknilega rétt, en éghef ekki hugmynd um hvaða gagn er af þeim upplýsingum, og reyndar erég enn villtur. Satt að segja þá hefur ekki verið mikil hjálp fráþér.  Ef eitthvað er þá hefurðu helst tafið ferð mína. Konan svaraði: Þú hlýtur að vinna við stjórnun.Já, sagði maðurinn. En hvernig vissir þú það?Nú, sagði konan, þú vissir hvorki hvar þú ert né hvert þú ert aðfara. Eintómt loft hefur komið þér þangað upp sem þú ert. Þú gafstloforð sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig á að efna og þú ætlasttil þess að fólk fyrir neðan þig leysi þín vandamál. Reyndar ertu ísömu stöðu og þegar við hittumst, en nú er það einhvern veginn mínsök.


GeislaBaugur

OKUR GEISLABAUGSFEÐGA ? HEIMILDARMAÐUR THE TIMES TEKUR UNDIR OG STAÐFESTIR FULLYRÐINGAR GYLFA GYLFASONAR Á OKRI GEISLABAUGSVERSLANA Á VARNARLAUSUM ALMENNINGI Á ÍSLANDI

Sjá lokaorð tilvísaðrar fréttar á mbl.is :  "Heimildamaður Times úr hópi bankamanna sagði að smásöluverslanir Baugs á Íslandi séu mjólkurkýr fyrirtækisins (cash cow)."

Sjá pistil Gylfa Gylfasonar :"11.3.2008 | 03:36

Jóhannes í Bónus er glæpamaður

Sem kaupmaður hef ég alltaf séð Jóhannes í Bónus fyrir mér sem glæpamann og lýðskrumara af verstu tegund.  Vinsældir hans eru mér ráðgáta en kaupmannsbrögðin voru einföld en áhrifarík með fulltingi fjölmiðla sem kallinn spilaði á eins og fiðlu.

Eftir að Bónusdrengirnir eignuðust Hagkaup og 10-11 þá keyrðu þeir upp álagninguna beggja megin en létu Bónus halda sama verðmun gagnvart Hagkaup.  Í skjóli þríeykisins léku þeir á máttlaus neytendasamtök sem gerðu ekkert annað en að horfa á verðmuninn á milli Hagkaups og Bónuss en gleymdu heildarmyndinni sem er sú að öllum markaðnum var lyft í álagningu.

Hagkaup hefur alltaf verið ákveðin viðmiðun fyrir aðra kaupmenn í t.d. leikföngum og fatnaði en þar er hið sama uppá teningnum eða of hátt verð á íslandi vegna markaðsstyrks Baugs.  Okurstarfsemin nær líka til smærri kaupmanna sem eðlilega fagna hærri álagningu miðað við Hagkaupsverðin.  Menn verða að gera sér grein fyrir því að smærri aðlilar miða sig alltaf við hina stóru og ef þeir hækka þá fylgir halarófan á eftir.

Þegar ég starfaði við matvæladreifingu fyrir 150 Reykvíska heildsala í gegnum norðlenska umboðsverslun þá sá maður vel hvernig álagningarlandið liggur.  Einn álagningaflokkurinn var kallaður bensínstöðvaálagning en þær lögðu feitast á, rétt eins og apótekin.  Nú er svo komið að 10-11 er með hærri álagningu en nokkuð annað verslunarfyrirtæki með matvöru og hækkunin hjá Hagkaup er augljós öllum sem við verslun starfa.  Nóatún hækkaði sig líka því þeir eru eðlilega bornir saman við Hagkaup.  Þetta er neytendablekkingin í hnotskurn.

Svo hampa þessi fyrirtæki þessum svokölluðu lágvöruverslunum sem eru í raun að keyra nokkuð nærri gömlu Hagkaupsverðunum áður en glæpamennirnir sölsuðu hina fornfrægu neytendastoð undir sig.

Siðferðisleg og samfélagsleg ábyrgð Baugs og Kaupáss er gríðarleg en því miður standa þeir ekki undir henni.  Jóhannes í Bónus er  viðskiptalegur stórglæpamaður sem hefur kostað neytendur meira en hann gaf þeim á meðan Bónus var lágvöruverslun.  Um leið er þetta maður sem hefur notað kjötfarsgróða til að vega að sitjandi ráðherra í ríkisstjórn íslands.  Ég sé Jóhannes fyrir mér sem frekar viðskiptasiðblindan frekjuhund á meðan hluti neytenda dýrkar hann vegna þess að á íslandi eru ekki starfandi alvöru neytendasamtök sem verja fólk gegn markaðsblekkingum.

Oft dettur mér í hug að Neytendasamtökunum sé á einhvern hátt mútað af Baug því þau veita Jóa hin svokölluðu neytendaverlaun fyrir að vera ódýrari á kassa 1 en kassa 2.

Eru íslenskir neytendur bara auðblekktir fávitar upp til hópa sem eiga hreinlega skilið að láta viðskiptasiðblinda auðhringi ræna sig með bros á vör því blaðið sem þeir gefa út prentar hentugan sannleika og kyndir undir sölubatteríunum eftir pöntun.

Ég hafna þessu ástandi en það er merkilegt að Davíð Oddsson sé eini stjórnmálamaðurinn sem hafi haft dug til að segja eitthvað bítandi.  Hinir þora ekki í Baug virðist vera.

Gylfi Gylfason"


Öllu má nú nafn gefa

 Ást á milljarðamæringum kulnuð

http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/10/19/ast_a_milljardamaeringum_kulnud/

 margir sem héldu ekki vatni yfir þessum ofurmönnum

ég slapp við þetta og vona að verði áfram


Ögmundur vertu heima og farðu ekki út úr húsi.........

Ögmundur segir að Íslendingar ættu að leggja niður fyrir sér hverjar séu lagalegar og þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslensku þjóðarinnar. Þar séu uppi álitamál og engin opinber eða lýðræðisleg umræða hafi farið fram.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/20/rangt_ad_skuldbinda_ofaedd_born/

 

hvað hefur hann áunnið þessi maður annað en að eiða tíma annarra sem eru að reyna að vinna vinnuna sína.........

hann er ekki að skila sínu hlutverki og hefur ekki gert


Aveiro Portugal.........

Sem oftar vorum við staddir í Aveiro Portugal það er laugardagur í Juli mánuði árið er 1985 –  frídagur hjá flestum úr áhöfn, sól og blíða – klukkan að verða hádegi - ákveðið að skella sér niður á Barra sem er baðstönd þeirra Aveiro búa og liggur að hinu stóra hafi Atlantshafi – talsvert af fólki er komið á ströndina – aldnir að skvaldra og mala sín á milli – þeir yngri við leik sumir þó með gasslaragang – í rólegheitunum komum við okkur fyrir á ströndinni í sandinum eða þá á handklæðum sem við tókum með okkur frá borði – einhverjir báru á sig sólarvörn en aðrir þessir hraustu sleppa því - kaldur öl á línuna -  horft í kringum sig og fólkið mælt út með ýmsum athugunarsemdum á jákvæðu nótunum – aftur kaldur öl á línuna – menn leggjast út af á móti henni sól og fanga geisla heinnar djúpt og innilega – við dottum nema hann Skapti sem hefur verið að fylgjast með Portugölsku kökkunum í nokkurn tíma – líður nokkur stund –  nokkuð hátt en með tón undurnar segir hann HUGSIÐ YKKUR STRÁKAR – í undurn, hissa og hálf sofandi rísum við allir upp og horfum forviða á Skapta sem segir graf alvarlegur – SJÁIГ ÞESSIR LITLU KRAKKAR TALA REIPRENNANDI PORTUGÖLSKU OG VIÐ FULLORNIR SKILJUM EKKI NEITT

Ansk bjáni þessi drengur 

 

 


Hvar stend ég ?

ég sat opinn fund á vegum Sjálfstæðisfélags Seltirninga fyrir nokkrum dögum og þar var Illugi Gunnarsson með erindi um stöðu fjármála í dag, ég verð nú að viðurkenna að það kom ekki nema passlegamikið út úr þessum ágæta manni, kanski það eina að hann 1/2 viðurkenndi að hann ásamt öðrum félögum í stjórnarliðinu hafi dáðst af glansinu og því verið með hugann annarstaðar þegar þeir áttu að vera á útkíkkinu, hann ýjaði að því það hefðu fundargestir gert líka

 

skil ekki svona


Tryggingarfélagið mitt með glæfrafjárfestingar út um allan heim ?

Í frétt um málið segir að Sjóvá hafi sett íbúðaturn sinn með 68 íbúðum í Macau til sölu og að verðið sé nokkuð undir núverandi markaðsverði á eigninni.

 http://www.visir.is/article/20081015/VIDSKIPTI06/735260212

Eru ekki neinar opinberar reglur um starfsemi/fjárfestingar tryggingarfélaga ?

 


Er ekki samstaða dyggð. Hann er ekki rétti maðurinn

mér finnst Ólafur Ragnar Grímsson ekki rétti maðurinn til að hvetja til samstöðu -  hann hefur knésett margan saklausan manninn allavegana hér árum áður og þvert á móti held ég að hann komi til með að sundra þessari þjóð - hann hefur gert nóg af sér - hann hefur ekki stutt dyggilega við þá sem minna meiga sín - hann hefur stutt dyggilega við  þá sem meira meiga sín


mbl.is Forsetinn hvetur til samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband