Því leyfir maðurinn sér að segja þetta ?

Sigurður Líndal, lagaprófessor, segir að Icesave frumvarpið henti ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þjóðréttarskuldbindingar henti almennt ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hitt sé svo annað mál að Icesave málið sé ekkert venjulegt milliríkjamál.

http://www.visir.is/article/20091229/FRETTIR01/982189146

Í öll þau skiptin við útfærslu landhelginnar lagðist næstum öll þjóðin saman á árarnar fyrir utan einstaka "sérvitring" sem taldi vináttu þjóðanna meira virði en möguleikana á að hafa til hnífs og skeiðar fyrir komandi kynslóðir - og hvað skeði ekkert annað en það að við höfum átt nægan mat á okkar borðum kynslóð eftir kynslóð vináttan þessara þjóða efldist, hið góða er ofar græðginni og valdhrokanum

Hvað er þetta öðruvísi nú, nákvæmlega EKKERT öðruvísi nema þá kanski að áður var það sjávarfang en nú eru það beinharðir peningar !

Ég segji NEI við eigum EKKI að borga þetta ICESAVE né að gangast í ábyrgðir á einn eða annann hátt fyrir því máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón.

Það er alltof mikið af fólki sem vill ráða öllu og heldur sig eitt,

hafa hið eina rétta vit fyrir okkur hinum !

Forvitnilegt, þó ekki sé meira sagt.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 14:40

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Þórarinn, er það ekki hávær "smáhluti" þjóðarinnar sem þannig lætur - ég er fyrir löngu hættur að skjálfa af ótta yfir því fólki - ég viðurkenni þó fúslega að fólk er blandað í flokka hvað þetta snertir - þannig að ef ég hef val þá tek ég persónuna framyfir einhvern pólitískan flokk

Jón Snæbjörnsson, 29.12.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband