Kalla eftir ábyrgð foreldra

misboðin framkoma við börnin sem og "græðgis" uppeldi ef uppeldi má kalla
mbl.is Börnum var lánað til að kaupa stofnbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var dropinn sem fyllti mælinn. Nú er ekkert sem getur komið mér á óvart lengur! Brotalöm hefur verið í siðferði þjóðarinnar síðustu áratugi leitt af ráðamönnum landsins. Siðleysi hefur breytt sig sem mygla yfir heilt þjóðfélag. Að svona gjörningar séu framkvæmanlegir í vestrænu ríki er vitnisburður um það. Ég er hættur að sjá ljósarglætu í náinni framtíð þessara þjóðar. Öll von um að hægt sé að byggja upp heilbrigt samfélag á þessum rotna grunni algjörs siðleysis er brostinn í mínum augum. Það yrði að henda öllum epplunum úr tunnunni ef það ætti að takast. - Það verður því miður aldrei!

Thor Svensson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 09:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ljóst að öll siðferðisgildi hafa verið fótum troðin, ekkert hefur verið þessum mönnum heilagt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2009 kl. 10:52

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sorglegasta er að þetta fólk var bara að gera nákvæmlega það sama og stjórnvöld hafa ákveðið að gera við börn okkar allra: skuldsetja þau fyrir klúðri sem þau báru enga ábyrgð á.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2009 kl. 11:45

4 identicon

Guðmundur, þú ert illilega avegaleiddur í þessari samlíkingu þinni. En þú ert barn þessa siðblinda þjóðfélags. Svo ekki er við þig að sakast.

Ég leyfi mér því að útskýra mál mitt í eftirtöldum orðum í von um að þú eygir vinkilinn.  

Sá siðlausi gjörningur að beita börnum fyrir hugsjónarvagni örvæntingafulls fólks sem sagan ber ótöluleg vitni um hjá hópum eða þjóðarbrotum í stríði er óskiljanlegur venjulegu fólki með meðal siðferði. Við reynum að skýra það með örvinglun og fullkomnu samfélagslegu og siðferðislegu hruni hjá viðkomandi. Burtséð frá afleiðingunum er ekki hægt að komast lengra niður í siðferði manneskja á milli. Næste skref er dýrslegt eðli hræáta. 

Eða hvað? Að mér heilum og lifandi þá virðist hér vera komið fram enn lægra siðferðislágstig manneskja þar sem græðgi er greinilega  drifkrafturinn fyrir barnamisnotkun af þessu tagi! Mér verður hreinlega óglatt! Maður spyr sig sjálfan hvort lengra verði komist í siðleysi. Og viti menn! Í grein þessari kemur fram að þessi barnamisnotkun var samþykkt af yfirvaldi! Siðleysið er greinilega svo útbreytt og algjört að lágar hvatir sem græðgi eru ekki nauðsinlegar til að brjóta lágmarks siðferðiskröfur samfélags. Að fjölmiðlar slái þessu ekki upp sem forsíðuefni bítur svo höfuðið af skömminni!   

Thor Svensson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 15:37

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Guðmundur, þú ert illilega avegaleiddur í þessari samlíkingu þinni. En þú ert barn þessa siðblinda þjóðfélags. Svo ekki er við þig að sakast."

Þakka þér fyrir "syndaaflausnina", ég er þó ekki afvegaleiddari en svo að mér þótti alltaf vera maðkur í mysunni á meðan allt þandist hér út með ógnarhraða (og skelfilegum afleiðingum). Ég get tekið undir það að viss siðblinda hafi verið hluti af vandamálinu, en held að ég sé samt blessunarlega ósmitaður af þeim fjára.

"Í grein þessari kemur fram að þessi barnamisnotkun var samþykkt af yfirvaldi!"

Sú misbeiting í ríkisfjármálum sem felur í sér skuldsetningu framtíðarbarna Íslands vegna skuldbindinga einkaaðila undir nafni IceSave, var líka samþykkt af yfirvaldi. Ég fæ ekki séð að samlíkingin fari neina villu vegar. Helsti munurinn er að í stofnbréfamálinu var um örfá börn að ræða sem voru skuldsett að því er virðist með samþykki foreldra sinna, en í IceSave málinu eru það hinsvegar öll núlifandi börn á Íslandi sem er verið að skuldsetja þar með talið mín þrjú og algjörlega án samþykkis okkar foreldranna!

Thor, fyrst þú ert að gagnrýna mig fyrir það eitt að bera hagsmuni íslenskra barna fyrir brjósti, þá held ég það sért nú frekar þú sem þjáist af einhverskonar "-blindu". 

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2009 kl. 18:43

6 identicon

Ég saka þig ekki um neitt Guðmundur. Mér þykir bara ákaflega leiðinlegt að þetta mál veki ekki meiri athyggli en raun ber vitni. Í flestum siðmenntuðum löndum hefði mál sem þetta vakið gífurlega reiði og háværar kröfur um siðabreytingu í þjóðfélaginu.

Ég er ekki að veita þér neina syndaaflausn. Segi einungis að ég hef empati með afstöðu þinni. Ég vil þó benda þér á að siðferði fjallar ekki endilega um gjörðir með bestu röklegum afleiðingum heldur óskrifuðum reglum sem ekki alltaf eru skynsamlegar til skams tíma. Flestir menn myndu td umhugsunarlaust fórna sjálfum sér fyrir börn og konur. Það er hugsunin á bakvið sem ræður siðferðinu eða siðleysinu. Hér liggur munurinn á þessum tveimur gjörólíku málum sem þú villt gjarnan líkja saman.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband