Gagnrýna siðlausa markaðssetningu bankanna ?

Neytendasamtökin segja umburðarlyndið sem Íslendingar sýndu bönkunum óskiljanlegt

Hvar voru þessi samtök eða hvar hafa þau verið og hvað hafa og eru að gera neytendum í vil ?

Ég er löngu hættur að vera hissa á nokkru sem vellur upp úr manninum Jóhannesi Gunnarssyni - hvar var maðurinn í öll þessi ár, svaf hann með "þyrnirós" ? þó skárra að fá það á prenti en að þurfa að hlusta á "langlokuna" út úr honum í útvarpi, held hann fái ekki að koma í sjónvarp lengur þar sem það tekur manninn laaaaaaaaangan tíma að komu litlu frá sér og sjónvarpstíminn kostar mikið

 http://www.visir.is/article/20090707/FRETTIR01/199397207/-1

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón. Ég kannast við það að það er erfitt að koma frá sér í sjónvarpi, öllu því sem manni liggur á hjarta, einmitt út af því að tíminn er mjög stuttur og sjálfsagt dýr eins og þú segir. Sjónvarpsgláparar vilja fá allt hraðsoðið ofan í sig og helst þannig að þeir þurfi lítið eða ekkert að hugsa. Ef ég man rétt var hart sótt að Jóhannesi fyrir nokkrum árum útaf því að mönnum líkaði ekki aðfinnslur hans og þá var, eins og stundum vill verða, vegið að honum persónulega. Ég held að hann hafi gert sitt og ég spyr af hverju þurfa aðrir að segja okkur hlutina. Getum við ekki hugsað sjálf og hver hélt að þetta bull sem við höfum lifað í undanfarin örfá ár, myndi vara að eilífu. Málið er bara að nú þora þeir að tala út sem ekki höfðu trú á útrásarævintýrinu. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.7.2009 kl. 22:26

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sæl Kolbrún, en sem Neytendasamtök þá verða þau að þola áreitnina sjáf, á sama hátt og þau eiga að vera að sækja á fyrir einstaklinga eða fyrirtæki í þá átt að ná fram "réttlætinu" hvað sem það nú er í dag ? sumir ráðast á persónuna þegar annað þrýtur, var ekki sú franska Joley að vara við þessu vegna hennar rannsóknar

Mér finnst bara ekkert koma út úr þessum "samtökum" sem í dag eru að verða að stofnun, ekkert að ráðast sérstaklega að "formanninum" hann er jú "formaður" samtakana ekki satt

Jón Snæbjörnsson, 7.7.2009 kl. 22:42

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mjög víða eru Neytendasamtök mjög öflug, svo er ekki hér. Helsta ástæðan er að samtökin eru mjög ólýðræðisleg. Til þess að skipta um formann þá þarf að bjóða sig fram með margra mánaða fyrirvara og í millitíðinni getur stjórnin ákveðið hvernig kjörið fer fram. Skipulagið er til þess gert að koma í veg fyrir endurnýjun. Jóhannes hefur ýmist verið formaður eða framkvæmdastjóri og eftir því sem ég best veit launaður sem slíkur. Frá þessum samtökum hefur mjög lítið komið á undanförnum árum, og þau standa uppi eins og nátttröll. Svo kemur Jóhannes og reynir að segja eitthvað gáfulegt, löngu eftir að það skiptir nokkru máli.

Það að maðurinn sé lengi að koma efninu frá sér væri ekki svo slæmt, ef innihaldið væri eitthvað.

Sigurður Þorsteinsson, 8.7.2009 kl. 09:51

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sigurður þetta kann að vera rétt hjá þér, man bara eftir persónulegri árás á manninn. Kemur mér ekki beint á óvart að það séu ólýðræðisleg vinnubrögð í þessum samtökum eins og mörgum öðrum t.d. verkalýðsfélögunum. kveðja Kolla.  

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.7.2009 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband