Ekki allir svo heppnir að vera hjá hinu opinbera

og getað sett tapið út til skattgreiðenda - Ögmundur hefur heldur betur komið ár sinni vel fyrir borð - er þetta ekki úrrelt kerfi að LSR sé með ríkisábyrgð og tapinu ýtt á skattgreiðendur ? og má þá einu skipta hversu lélegir stjórnendur sjóðsins eru eða sukkið er út úr ruglað


mbl.is Staða lífeyrissjóða afhjúpuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Jón minn,

nú alveg síðan að Sjálfstæðisflokkurinn tók völdin í landinu 1991 hef ég verið sem kallað er ,,opinber starfsmaður" og það er ágætt. Það kom mér að vísu á óvart að maður skuli hafa svona mikið fyrir starfinu.

Þar áður starfaði ég í samkeppnisiðnaði sem hefur búið við vaxandi samkepni erlendis frá allar götur frá 1965. Ef menn halda að það séu aðeins fyrirtækin sem tak þátt í þessari samkeppni er það rangt. Hún nær til hvers einast manns sem starfar í greininni og sérstaklega milli manna bæði inni á vinnustaðnum og á milli vinnustaða.

Þetta með lífeyrissjóðina er ekki vert a'ð ræða með þessum hætti. Vegna þess að hér er ekki um frjálsa söfnun að ræða og eða frjálsa þátttöku launamanna í lífeyrissjóðakerfinu.

Heldur er hefur launamönnum verið skipað með lögum að greiða í þessa lífeyrissjóði þvert gegn vilja sínum allar götur frá 1. janúar 1970.

Opinberir starfsmenn höfðu umsamin eftirlaun eins og þú veist.  Þetta hefur að mestu verið af þeim tekið.

Þeir hafa einnig allt annað launakerfi. 

Kristbjörn Árnason, 29.3.2009 kl. 15:30

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Þið fáið svo margt umram aðra Kritbjörn, bara eitt atriði, td ef laun hækka hjá kennurum þá hækkar leftirlaunin þín (gef mér að þú fáir greitt úr þeim sjóði) í samræmi við þær prósentulaunahækkanir

svona fær ekki nokkur annar íslendingur þe innan hins venjulega lýðræðislega kerfis

Jón Snæbjörnsson, 29.3.2009 kl. 20:04

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta veist þú auðvitað allt um Jón minn. Gamli ríkisstarfsmaðurinn. Ég mun aðeins starfa í 20 ár sem kennari. Þar áður starfaði ég áður á almennum launamarkaði.

Þannig að ég þekki þetta og kann að meta það.

En ég vil ekki kalla því sem Pétur Blöndal gerir og þú tekur undir. Ég tel mig vera búinn að vinna fyrir þessum eftirlaunum. Þetta er hluti af launakjörunum og því er þetta beinlínis rangt. 

En úr því að launakjörin voru svona góð hjá opinberum starfsmönnum skil ég ekkert í því að þú skulir hafa hætt að vinna sem opinber starfsmaður. 

Kristbjörn Árnason, 29.3.2009 kl. 21:15

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ég var nú ekki lengi hjá hinu opinbera - en kunni því vel á meðan stóð - í dag eru breittir tímar Kristbjörn, kanski eitt sinn þurfti svon gullrót til að réttlæta léleg laun opinberra ríkisstarfsmanna sem voru ekki öfundsverðir af launakjörum sínum, þetta veist þú nú líka Kristbjörn minn.

Í dag eru aðrir tíma sem allir verða að vinna í - líka ráðherrar og forsetar - enginn afsláttur gefinn í sér hópa

best að allir sitji við sama borð

Jón Snæbjörnsson, 29.3.2009 kl. 21:58

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Eins og þú veist líka, að þá eru í gangi markaðslaun á þessum ,,Frjálsa vinnumarkaði"  Þau voru mun hærri en laun opinberra starfsmanna árum saman, en  hafa nú hrapað niður í það sama sem við opinberir starfsmenn búum almennt við. Taxtakaup.

Ég kann því illa þegar menn eru að draga menn í dilka bara efti því hvort þeir eru starfandi hjá ríki eða sveitarfélögum hinsvegar eða á almennum vinnumarkaði. Við erum allir launamenn.

Það er búið að rýra mjög þessi lífeyriskjör  opinberra starfsmanna. Þar hafa gömlu félagar mínir gengið í fararbroddi við að rífa þetta niður.

Ég er eindreigið fylgjandi eftirlaunakerfi fyrir alla með svipuðum hætti og launamenn búa við á Norðurlöndum. Þá byggju allir við svipur eftirlaun.

 

Kristbjörn Árnason, 29.3.2009 kl. 22:39

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Það sem ég vara fyrst og fremst að reyna að koma til skila er það ´"óréttlæti" sem tíðkast með lífeyrisjóð opinbera starfsmanna að ef sjóðurinn tapar eins og hann hefur gert oft þá er því ýtt út til skattgreiðanda - semsagt að lífeyrisgreiðslur þeirra sem eru í LSR skerðist ekki - auðvitað ættu allir að sitja við sama borð Kristbjörn og ekki haldi því fram að ég sé að gera lítið úr vinnu eða vinnuframlagi þeirra sem vinna hjá hinu opinbera, langt í frá Kristbjörn - er ekki þannig innbyggður né uppfræddur

Jón Snæbjörnsson, 30.3.2009 kl. 08:17

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Í upphafi þegar aðeins voru í starfi embættismenn og aðstoðarmenn hjá ríkinu var það hluti af starfskjörum embættismanna að hafa eftirlaun í hlutfalli við starfslaunin og starfsárafjölda.

Aðstoðarfólkið eða eigum við að kalla það almenna starfsmenn hjá ríkinu nutu ekki eftirlauna fyrr en löngu seinna og þá var um það samið að eftirlaun allra starfsmanna ríkisins væru ákvörðuð með sama hætti. 

Það var enginn lífeyrissjóður. 

Löngu seinna var gerð sú krafa af ríkinu að launmenn greiddu 4% í lífeyrissjóð en ríkið gerði það ekki. Það bara greiddi eftirlaunin eins og áður 

Það er síðan fyrir ca. 12 árum eða svo sem þessu er breytt. Stofnaður er lífeyrissjóður opinberra starfsmanna. A og B hluti. Þeir sem höfðu greitt 4%  af dagvinnulaunum sínum gátu verið í því sem kallað er B - hluti og þar heldur áfram gamla kerfið.

A - hlutinn er venjulegt lífeyrissjóðakerfi og fær hver það út eins og hann greiðir í sjóðinn. Þá kemur að þessari ríkisábyrgð. Það er lífsins ómögulegt að sætta sig við það, að ríkisvaldið sé að lána út fé lífeyrissjóðs til Péturs og Páls án þess þá að bera sjálft ábyrgð á því sem það gerir.

Það sjá allir 

Kristbjörn Árnason, 30.3.2009 kl. 23:01

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sæll Kristbjörn - allt er þetta sennilega rétt hjá þér en fyrir langalöngu voru aðrir tíma sem nú eru bara ekki gildir lengur - laun og kjör virka í báðar áttir ekki bara í eina átt þá á ég við að það þarf bæði að hugsa til launagreiðanda sem og launþega - þetta hér er að ske í öðrum lífeyrissjóðum nema hjá þeim sem njót tryggingar ríkissjóðs sem síðan veltir "tapinu" yfir á þá sem bera skerðingu í sínum sjóð sem og annarra skattgreiðanda,

***** 

Nokkrir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt skerðingu á réttindum sjóðfélaga, vegna áfalla á fjármálamörkuðum. Algengt er að réttindi verði skert um 10%.

Þeir sem í dag vænta t.d. 200 þúsund króna á mánuði í lífeyri eftir ákveðinn tíma verða að gera ráð fyrir einungis 180 þúsund krónum, miðað við núverandi verðlag og 10% skerðingu.

Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að þegar litið er til lífeyrissjóðakerfisins í heild megi ætla að skerðingin verði að jafnaði í kringum 5% .

***

ég veit ekki hvaða réttlæti þetta er ?

Jón Snæbjörnsson, 1.4.2009 kl. 15:39

9 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er skelfileg og það er nauðsynlegt að draga stjórnarmenn og framkvændasjóra lífeyrissjóðanna til ábyrgðr. Miðstjórn ASÍ óttast nú stöðu lífeyrissjóðanna sjá fréttir þar um. 

Kristbjörn Árnason, 1.4.2009 kl. 17:45

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mér finnst þurfa að samræma sjóðina - það eru margir ráðamenn tja segjum sem voru á alþingismenn, ráðherrar, sendiherrar ofl í þeim dúr og fá greitt úr nokkrum mismunandi sjóðum á fullu en allt kemur úr sama vasanum þe ríkisvasanum - þekkist hverki nema hjá opinberum sjóðum - aðrir færu á hausinn STRAX

Jón Snæbjörnsson, 1.4.2009 kl. 18:52

11 Smámynd: Kristbjörn Árnason

þetta er ekki hægt á meðan sjóðakerfið er við lýði. Ég er viss um, að innin fárra ára verður þetta sjóðakerfi aflagt. Það býður upp á misrétti.

Kristbjörn Árnason, 2.4.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband