er nokkur munur á þessu liði........rignir upp í nasirnar á þeim öllum.....dapurt

 Svo sem ekkert athugavert við að fara á veiðar, en er þetta ekki skattskilt ?

Vísir, 20. ágú. 2008 11:32

Stórlaxar veiddu í boði Baugs við upphaf REI máls

mynd

Skömmu áður en Reykjavík Energy Invest(REI) var sameinað Geysi Green Energy(GGE) fóru helstu áhrifamenn Orkuveitu Reykjavíkur(OR) ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra í laxveiði í boði Baugs.

Veiðiferðin var farin 11 - 14 ágúst í fyrra, einum og hálfum mánuði áður en fundargerðir Orkuveitunnar sýna fyrst hugmyndir um sameiningu REI og GGE.

Í ferðina fóru Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og fyrrverandi sjórnarformaður OR, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, Haukur Leósson, þáverandi stjórnarformaður OR og Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi varfaraformaður stjórnar OR og REI. Lárus Welding, forstjóra Glitnis var boðið í ferðina en hann boðaði forföll.

Fyrir hönd Baugs var Stefán H. Hilmarsson fjármálastjóri með í för. Baugur var á þessum tíma stærsti eigandi FL Group, aðaleiganda GGE.

Rúmum mánuði eftir að veiðiferðinni lauk sjást fyrst merki í fundargerðum um hugmyndir um að sameina REI og GGE. Sú sameining varð hinsvegar aldrei að veruleika enda klofnaði borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna í málinu með þeim afleiðingum að fyrsti borgarstjórnarmeirihluti kjörtímabilsins sprakk.

Hin umrædda veiðferð var farin í Miðfjarðará. Baugur tók frá tíu veiðileyfi í ánni og útvegaði mannskapnum sjö leiðsögumenn. Veiðileyfi í Miðfjarðará eru ein þau dýrustu á landinu.

Eiginkonum Guðlaugs Þórs, Vilhjálms Þ. og Björns Inga var einnig boðið í ferðina og þáðu þær það boð. Agústa Johnson, eiginkona Guðlaugs, veiddi til að mynda sinn fyrsta lax á flugu í ferðinni.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband