.. til skammar !

þessi ágæti namslæknir hefur nú líklega vitað að hverju hún ætti von á hvað vinnu og vinnutilhögun varðar .... sama á við um skiptsjórnandann sem hefur menntað sig í 5 ár í kostnaðarsömu námi  ... ekki ætti það að koma honum á óvart að fari hann td í farmennsku þá þurfa menn og konur oft á tíðum að vera lengi fjarverandi ... eða hvað

 

En svona má gefa ranga mynd út í samfélagið ... er ekki læknastéttinni til tekna tel ég !


mbl.is Upplýsir ekki um heildarlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.Ég veit ekki hver ætti að skammast sín. Stjórnvöld sem hafa verið margvöruð við ástandinu sem hefur þróast í meira en áratug og síðan bættist við hrunið.

Ísland er orðið láglaunaeyja og raunar skera læknar sig ekki úr en ef æfitekjur eru teknar inn í og vinnuframlag held ég að það sé ekki mjög skynsamlegt að fara í svona langt og erfitt nám. Grunnlaun lækna sérhæfingar er 330 þúsund á mánuði og það er eftir 6 ára mjög erfitt háskólanám og síðan tekur við 1 ár kandítatsár menn og konur hafa dekkað þetta með gríðarlegri aukavinnu og langar vaktir. Sérnám td. í Bandaríkjunum er mjög lágt launað og dugir ekki til framfærslu fjölskyldu enda greiðslur þar kallaður styrkur. Sérnám tekur 5-11 ár. Flestir sem koma frá Bandaríkjunum koma með skuldir á bakinu. Fólk er því á fertugsaldri ef það kemur heim og ætlar að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Læknar vinna undantekningarlítið hjá ríkinu á sjúkrahúsum eða á heilsugæslu eða þá sem verktakar sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar.

Sérfræðimenntunin er kostuð af læknunum sjálfum ásamt viðkomandi ríkjum ss. USA, Kanada, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Hollandi, Bretlandi ofl. löndum. Þetta fólk með uppfærða þekkingu er bráðnauðsynlegt fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi en það hefur í ákaflega litlum mæli skilað sér heim. Til viðbótar er fólk farið að snúa aftur tilbaka oft til þeirra landa sem þau fengu sína sérmenntun annað hvort að hluta eða öllu leiti. Flestallir hafa þar mikið tengslanet kollegar, vinir ofl. auk þess að hafa sérmenntað sig þarna og tala tungumálið og er tekið með opnum örmum. Aðstaða, launakjör og fleirra togar. Ísland hefur smækkað eftir hrun. Það eru aukin tækifæri til ferða. Auk þess höfum við internetið sem gera öll samskipti léttari. Utan við haftakrónuhagkerfið eru lágir vextir. Norðurlöndin og sérstaklega Svíþjóð er láglaunaland hvað varðar langskólagengið og sérstaklega lækna og eiga þeir í alvarlegum atgerfisflótta úr sínu heilbrigðiskerfi. Sérfræðingur í Bandaríkjunum er með milli 350-700 þúsund dollara á ári þegar kostnaður er greiddur. Húsnæði, þeas einbýli oft með sundlaug kostar oft um 300 - 400 dollara í góðu hverfi og húsnæðisverð hefur lækkað og vextir eru lágir og skattar eru lágir. Ef við lítum til Íslands þá kostar sambærilegt húsnæði á Íslandi 70-100 miljónir og árslaun sérfræðings þegar grunnlaunin eru um 550 þúsund Íkr með miklum og tíðum vöktum sem menn nánast eru þvingaðir í og 80 stunda vinnuviku gerir þetta kanski um 12 miljón á ári fyrir skatt. Vaxtagreiðslur eru háar, skattgreiðslur og til viðgbótar er viðkomandi er með námslán og komin oft yfir 40tugt og er í hæsta lagi með 30 ár á vinnumarkaðnum að 70tugu.  

Læknar eru með lélegan lífeyrissjóð og eru ekki með lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna.  Lífeyrisréttindi íslenskra lækna eru ákaflega bágleg ef borið er saman við Noreg og Svíþjóð og væntanlega ekki margir yfir 50tutgt sem vilja koma til Íslands út af þeim einum.

Þegar fólk kemur utanlandsfrá þá tekur 1/2 ár að fá réttindi í íslenska almatryggingakerfinu ef viðkomandi eða fjölskyldan veikist og þessu er ákaflega fast fylgt eftir. Þannig að ef læknirinn sjálfur eða fjölskyldan veikist og þarf að fara í aðgerð á þessum 6 mánuðum þarf hann sjálfur að standa straum að þessu.

Í öðrum löndum er boðið húsnæði, flutningskosnaður greiddur en á Íslandi er lítið sem ekkert slíkt í boði.

Þeir sem hafa síðustu árin komið til útlanda í sérnám bera íslenska heilbrigðiskerfinu ákaflega illa söguna og fara margir án þess að líta tilbaka.

Fyrir 20-30 árum var algengt að menn ynnu í afleysingum á Íslandi á sumrin en það er í raun enginn sem gerir það lengur og tengslin við Ísland trosna því létt.

Tölurnar tala sínu máli 60% lækna á Íslndi eru 50 ára og eldri og næstum 30% 60 ára og eldri og læknum á Íslandi hefur á síðustu 5 árum fækkað um 40 ár ári en þetta er í raun álitið enn verra þar sem stærri og stærri hluti vinnur erlendis og býr enn á Íslandi. Það er sagt að það sé auðveldara að hitta lækna í Leyfsstöð snemma á mánudagsmorgni eða sunnudagskveldi en í mötuneytinu á Landspítalanum.  Það er ákaflega fámennt í mörgum undirgreinum læknisfræðinnar og þessi þróun mun halda áfram þrátt fyrir 30-50% launahækkun. Það erðið það óhagstætt að koma tilbaka til Ísland á fertugsaldri og skuldbunda sig að taka við kalltækinu næstu 30 árin á litla Landspítalanum sem er að grotna niður. Launakjör, aðstaða, möguleikar er ekki nándar nærri pari og í þeim löndum sem fólk sérmenntar sig. Það þykir orðið sérstaklega lítið faglega spennandi að fara til Íslands og mönnum hefur hratt og örugglega tekist að gjöreyðileggja orðstýr íslenska heilbrigðiskerfins sem atvinnuveitanda en það e!
 r í gríðarlegri samkeppni við heilbrigðiskerfi nágrannalanna.  Þjóðin er að eldast og það mun margfalda þörfina á næstu árum ef menn ætla að halda áfram að bjóða óbreytta þjónustu.
Væntanlega munu verða sett lög á lækina. Þeir fá kanski 10-15% kauphækkun og síðan geta þeir valið með fótum hvort þeir vilji halda áfram upp á þau býtti eða hvort yfir höfuð fáist fólk fyrir þetta. 

Gunnr (IP-tala skráð) 7.11.2014 kl. 03:57

2 identicon

Það er vala glæpsamlegt að viðkomandi skuli vinna helgarvinnu hjá öðrum.
Hitt verður að segjast að er furðulegt að launaseðlar leka beint frá Heilsu­gæsl­unni á Eg­ils­stöðum og ef engin rannsókn er sett þar í gang. Myndi ég hafa stórfelldar áhyggjur af því hvort þeir yfir höfuð fái afleysingarfólk. En þetta er á pari við flest á Íslandi og á ekki að koma á óvart. 

Gunnr (IP-tala skráð) 7.11.2014 kl. 04:38

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

samfélagið í heild er á krossgötum

Jón Snæbjörnsson, 12.11.2014 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband