Ábyrgðarleysi rekstraraðila Iceland Express !

er ekki tímabært að "stjórnvöld" eða það "apparat" sem á að fylgjast með hlutum sem þessum endurskoði rektrarleyfi þessa flugfélags hér á landi sem og erlendis ?

Það er grundvallar atriði að upplýsingaflæði sé "fullnægjandi" !

ég er samt nokkuð viss um að ef þetta væri skip td "farþegaskip" þá væri búið að taka á þessum málum með festu fyrir löngu !


mbl.is Sváfu á flugstöðvargólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Fréttin byggir á upplýsingum frá einum farþega og það er orðin einhver "lenska" að setja út á Iceland Express.

ef Iceland Express dettur út af markaði þá verður einokun Icelandair algjör og það er ekki gott fyrir okkur.

Sigrún Óskars, 19.8.2011 kl. 08:40

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég við efast að mbl gefi færi á sér á svo einfaldan hátt Sigrún - ef upplýsingaflæði er í lagi þá á það að ná til "allra" !

vissulega er nauðsinlegt að hafa samkeppni en hún verður þá að vera í samræmi við kröfur / reglur almennrar skinsemi / viðskiptahátta nútímans !

Jón Snæbjörnsson, 19.8.2011 kl. 08:51

3 identicon

Vissulega er ekki skemmtilegt að bíða í flugstöð, en ég ætla að hrósa Iceland Express, fyrir að fresta fluginu og láta tékka vandlega á vélinni. Ég vildi heldur bíða í marga sólarhringa á flugvelli en að fljúga með vél sem ekki er í lagi.  Það var frábært hjá þeim að geta útvegað meirihluta hópsins gistingu (barnafólkinu), en ég vorkenni ekkert ungu og hraustu fólki að bíða eina nótt í hlýrri og vistlegri flugstöð. Ég hef sjálfur þurft að gera það oftar en einu sinni, og vil taka það fram að þá var flugið ekki á vegum Iceland Express. Að lokum: Áfram Iceland Express! Haldið þið uppi samkeppni í flugi frá og til Íslands

óli (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 09:03

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

segðu óli; til sjós er til nokkuð sem kallast "haffærnisskírteini" það er staðfesting á því að skipið "eigi" að vera "hafffært" ekki nokkur "bátur" eða "skip" á að komast undan að uppfylla þessi ákvæði sem "haffærnisskírteini" tekur á ......... ekki veit ég hvað þetta heitir á "flug-málinu" en það er skilda hvers "skipstjóra" sem og útgerðarmanns að "far" hans sé "haffært" áður en lagt er af stað....

hér er alvöru mál á ferðinni sem snýst ekki um að komast á "heppninni" einni saman "hafna" á milli.

við erum sammála flest öll að samkeppni er nauðsinleg en þá þarf hún að vera eftir settum reglum og lúta lögmálum / kröfum / gæðum markaðarins á hverjum tíma

Jón Snæbjörnsson, 19.8.2011 kl. 09:31

5 identicon

Jón það heitir því frumlega nafni lofthæfisskírteini! 

Karl J. (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 10:35

6 Smámynd: Sigrún Óskars

nú er ný frétt a mbl þar sem önnur kona segir sína sögu - þar var upplýsingafæðið í lagi. Ég held á sumir séu að kvarta endalaust og vilji fá "skaðabætur" = aðra flugferð.

Það er nú ekki allt fullkomið hjá Icelandair, en það er ekki í "tísku" að kvarta yfir þeim opinberlega.

Sigrún Óskars, 19.8.2011 kl. 11:14

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

rétt Sigrún, fólki ber ekki alltaf saman .... ekki nokkur er undanskilinn "ábyrgðinni" né umtalinu ... gagnríni getur verið af hinu góða Sigrún !

minnir þó um margt þegar allir voru vondir við feðgana kenda við "Baug" sem svo sannarlega áttu það skilið !

Jón Snæbjörnsson, 19.8.2011 kl. 12:13

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það á alltaf að líta á málin frá báðum hliðum.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2011 kl. 13:29

9 identicon

4 flights from Icelandair were delayed 18.08.2011......Didn´t see anything in the "news" about that....Why?

Fair Play (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 15:19

10 Smámynd: Hvumpinn

Iceland Express sem slíkt hefur engin rekstarleyfi í flugi af einu né neinu tagi. Þeir hafa svonefnt ferðskipuleggjandaleyfi (píndir í það í vetur). Flugrekstrarleyfi Astraeus Airlines er breskt og því verður að kvarta við flugmálayfirvöld í Bretlandi, UK CAA.

Hvumpinn, 19.8.2011 kl. 21:21

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það held ég ekki Hvumpinn, þegar þeir koma inn í íslenskt flugsvæði sem og lenda hér þá "skulu" þeir lúta al-íslenskum ssem og alþjóða reglum, ekkert minna - Iceland Express getur ekki fengið "afslátt" á öryggi eða almenna þjónustu þætti á nokkurn hátt með því að "skýla" sig á bakvið erlend "ferðaskrifstofuleyfi" og eða veifa "flag of convenience" NEI Hvumpinn það bara getur ekki verið !

Jón Snæbjörnsson, 19.8.2011 kl. 21:29

12 Smámynd: Hvumpinn

Jú Jón, það er nákvæmlegs svoleiðis. EES manstu?

Hvumpinn, 20.8.2011 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband