Allt viðhald Landeyjahafnar sem og fólks og vöruflutningar .......

Smá "gulrót" - því breita þeir ekki útboðsgögnum og hafa þetta í einum "pakka" - þe viðhald hafnarinnar ásamt dýpkun, tekjur af öllum flutningum til og frá meginlandinu út til Vestmannaeyja sem og leiga á bílastæðum, aðstaða fyrir fólk og vagna oþh.

Landeyjahöfn

3 - 4  ferðir á dag alla daga - meira á álagstímum

Herjólfur eða annað sambærilegt skip sem uppf þarfir sem og sérreglur skipa í samskonar flutningum hér.

Svo má kanski einkavæða pakkann - það skilar sér oft betur allavegana frekar en "sérfræðingana" sem kunna að hanga á "garðanum"


mbl.is Öll boð í dýpkun Landeyjahafnar hærri en áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eiga bara að viðurkenna að þetta var klúður og fá nýtt skip í Þorlákshöfn og málið dautt. Hvað ætli verði ausið í þetta mörg hundruð milljónum áður en það færi að borga sig að smíða nýtt skip í Þorlákshöfn sem yrði 2 tíma á leiðinni. Landeyjahöfn var sett fram á röngum forsendum og rangar tölur settar fram til að villa fyrir fólki að þetta væri ódýrasti kosturinn. Áætlað var að nýr herjólfur kostaði 9 milljarða. en Landeyjahöfn 7 milljarða. Ok Núna eru búið að eyða í þetta á fjórða milljarð og þá þrír eftir. höfninn opnaði í júlí en búin að vera í lamasessi síðan þá að mestu, og strax byrjað að moka hundruð milljóna í sandmokstur. Og þessi sandur hverfur ekkert á næstu dögum. Það á eftir að þurfa eyða hundruðum milljóna króna í viðbót til að halda höfninni opinni. Svo að það mun ekki líða að löngu þar til þeir verða komnir upp í nýtt skip til Þorlákshafnar. Og núna meðan allt er strand í Landeyjalóni þá þegir Elliði bæjarstjóri þunnu hljóði. Maðurinn sem ýtti þessu öllu af stað. Má ekki bara senda honum bakreikning og segja ,,Sorry Elliði þetta ævintýri þitt er klúður, við ætlum að sigla í Þorlákshöfn". Svo þegar hann hverfur úr bæjarstjórastólnum í eyjum getur hann verið Lónsvörður í Landeyjalóninu sínu.

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 14:34

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jón, ég get frætt þig á því að einu sinn var Herjólfur einkavæddur, og það gaf ekki góða raun, allir þjóðvegir eiga að vera ríkisreknir, alveg eins og skólar og heilsugæsla. Svo reyndu þeir hjá Einskip að rukka í sumar fyrir bílastæðin, en það gekk bara ekki upp. Svo er þetta í hálfgerðum pakka núna, Einskip rekur Herjólf og er með frakt milli Reykjavíkur- Vestmannaeyja og Englands.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 14:40

3 identicon

Birgir, ég vill benda þér að Elliði átti ekki hugmyndina af Landeyjahöfn.

Þorbjörn Víglundsson (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 14:51

4 identicon

þetta var gert á þeim forsendum að það ætti ekki að þurfa að moka þrátt fyrir að allir sme eitthvað vissu hafi sagt að það þyrfti að moka þarna 24/7. aukakostnaðurinn sem af því felst að moka þarna non-stop var ekki með í dæminu, það eru mistökin svo ekki sé minnst á sama og engar rannsóknir tja eða allavega gerðar eitthvað vitlaust því ef það hefði verið gert hefði mátt sjá að þessi höfn mun aldrei svara kostnaði. eyðum þessum peningum í heilbrigðiskerfið sem nú þarf á þessum peningum að halda því líf munu verða að veði ef niðurskurðurinn gengur eftir. ég efa að fólk með viti vilji hafa líf fólks á samviskunni.

þórarinn (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 14:52

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Þórarinn, ég vil benda þér á grein siglingamálastjóra á heimasíðu siglingastofnunar, og annað, þá er sú mesta vitleysa sem til er að halda áfram með hörpuna, þið gleymið því oft í þessari umræðu, ég gæti haldi að þú byggir í 101 miða við það!

Helgi Þór Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband