Þarfur og góður fundur í Valhöll ......

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins blés til hádegis-fundar í Valhöll sl þriðjudag, eftir stutta en góða ræðu svaraði hann spurningum fundargesta úr salnum, nægur tími og komust allir að sem vildu, hann svaraði af yfirvegun þrátt fyrir nokkra atlögu sumra fundargesta sem eðlileg er á umbrotartímum sem við nú erum í og erum að ganga í gegn um.

Sjálfstæðisflokkurinn er skipaður breiðum hóp fólks þe úr öllum greinum atvinnulífsins því spannar fundur sem þessi heljar mikla flóru áherslna, spurninga sem svara.

Bjarni vex með hverjum deginum með hverju verkefninu, hann er heiðarlegur og góður drengur, ég er svo mjög sammála honum þegar hann segir að í raun sé eini kosturinn að efna til kosninga sem fyrst.

"Það er núna sem afleiðingar hrunsins er að myrkva sálir margra saklausra einstaklinga og fjöldskylna".

Við kosningar fáum við Sjálfstæðismenn líka kjörið tækifæri til endurnýjunar og hugsnlegs uppgjörs.

Næg eru verkefnin sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf að takast á við, sameiginlega náum við þeim markmiðum vonandi þó þrautalaust verði það sennilega ekki.

Og munum að öllum getur orðið á og fyrirgefningin hefur sitt góða gildi. Og ekki hvað síst í myrkviði stjórnmálanna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Fínt að fá upplýsingar svona deint af fundum:) Já er ekki strákurinn bara ágætur?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.4.2010 kl. 10:14

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hehe Beint..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.4.2010 kl. 10:15

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hann verður hér hjá mér á sunnudaginn, held í kíki á fundinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.4.2010 kl. 12:14

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sjálfsagt að kíkja og spyrja - láttu bara vaða það sem þér liggur á hjarta Ásdís .....

Jón Snæbjörnsson, 23.4.2010 kl. 14:38

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Án þess að ég vilji blanda mér í mál flokksins, þá líst mér best á Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Strang heiðarleg og vel máli farin.

Finnur Bárðarson, 23.4.2010 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband